fimmtudagur 27. janúar 2011

Meistaraprófsvörn: Hækkun sjávarborðs á Ísafirði af völdum loftslagsbreytinga

Föstudaginn 28. janúar ver Manuel Meidinger meistaraprófsritgerð sína við námsleið í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða. Ritgerðin fjallar um áhættu og viðbrögð vegna hækkandi sjávarborðs af völdum loftslagsbreytinga á Ísafirði við Skutulsfjörð og ber titilinn A preliminary vulnerability assessment for Ísafjörður, Iceland: Coastal management-options to reduce impacts of sea-level rise and storm surges.

Vörnin fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetrinu, hún hefst klukkan 15.30 og er opin almenningi.

Leiðbeinandi verkefnisins er Dr. Luis Costa frá Háskólanum í Greifswald í Þýskalandi. Prófdómari er Dr. Patricia Maunel frá Dalhousie háskólanum í Kanada.

Ágrip
Niðurstöður rannsókna sem beinast að loftslagsbreytingum gefa til kynna að undir lok tuttugustu og fyrstu aldar gæti sjávarborð á hnattræna vísu hækkað um einn meter að meðaltali. Þessu fylgi jafnframt aukinn styrkleiki ofsaveðra. Þótt loftslagsbreytingar séu hnattrænt fyrirbæri eru áhrif þeirra mjög breytileg eftir svæðum. Í þessari rannsókn er framkvæmt bráðabirgða veikleikamat fyrir strandsvæði Ísafjarðar í Skutulsfirði með hliðsjón af ráðleggingum Sameinuðu þjóðanna og rannsóknarmarkmiða Umhverfisráðuneytisins. Efnahagslegt tjón og hætta á manntjóni er metið og lögð til viðbrögð við þeirri hættu sem hækkun sjávarborðs getur skapað. Niðurstöðurnar sýna að búast má við félagslegum og efnahagslegum áhrifum af völdum sjávarborðshækkunar og aukins styrkleika ofsaveðra á Ísafirði við Skutulsfjörð, einkum undir lok tuttugustu og fyrstu aldar. Metnir voru möguleikar á því að milda neikvæð fjárhagsleg áhrif með því að forgangsraða inngripum hvað verndun sögulegra bygginga varðar, einnig var metin þörf fyrir mælingar á landhækkunum vegna nýrra framkvæmda. Heilt á litið ganga ráðleggingar verkefnisins út á að lækka fjárhaglsegan kostnað Ísafjarðarbæjar af völdum áhrifa hækkunar sjávarborðs og aukins styrklega ofsaveðra með því að stýra framtíðaruppbyggingu á hentug svæði jafnframt því að verja núverandi byggð.
Manuel Meidinger er frá Berlín í Þýskalandi, hann lauk B.Sc. gráðu í landfræði frá Freie Universität í Berlín.

Dagskrá næstu meistaraprófsfyrirlestra:

1. febrúar
Jonathan Eberlein: The Scarcity and Vulnerability of Surfing Recourses - An Analysis of the Value of Surfing from a Social Economic Perspective in Matosinhos, Portugal

Jamie Landry:
Community-Based Coastal Resource Management as a Contributor to Sustainability-Seeking Communities: A Case Study for Ísafjörður, Iceland

2. febrúar
Joshua Macintosh: Public Coastal Access in Nova Scotia's Coastal Strategy

3. febrúar
Lindsay Church: A Case Study on Snæfellsnes Peninsula, Iceland: Is EarthCheck community standard an effective sustainable tourism marketing tool?


Í ritgerðinni sem varin verður á föstudaginn er fjallað um áhættu og viðbrögð vegna hækkandi sjávarborðs af völdum loftslagsbreytinga á Ísafirði.
Í ritgerðinni sem varin verður á föstudaginn er fjallað um áhættu og viðbrögð vegna hækkandi sjávarborðs af völdum loftslagsbreytinga á Ísafirði.