þriðjudagur 1. febrúar 2011

Meistaraprófsvörn: Aðgengi almennings að ströndum Nova Scotia

Miðvikudaginn 2. febrúar ver Joshua Mackintosh meistaraprófsritgerð sína, Public Coastal Access in Nova Scotia‘s Coastal Strategy, við námsleið í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða. Ritgerðin fjallar um aðgengi almennings að ströndum í nýju strandskipulagi Nova Scotia hérðas í Kanda.

Vörnin fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetrinu, hún hefst klukkan 15.15 og er opin almenningi.

Leiðbeinandi verkefnisins er Justin Huston hjá Nova Scotia Department of Fisheries and Aquaculture og prófdómari er Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Ágrip
Aðgengi almennings að ströndum er málefni sem hefur áhrif á íbúa og strandsamfélög um allan heim. Þetta er mikilvægt atriði í Nova Scotia héraði í Kanda þar sem yfirvöld vinna að þróun strandskipulags til að fást við það verkefni að forgangsraða notkun strandarinnar, m.a. með tilliti til aðgengis almennings. Í þessari rannsókn er litið til vel útfærðra dæma um aðgengi almennings að ströndum í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og hvaða notagildi þessi dæmi geta haft fyrir strandsvæði í Nova Scotia. Niðurstöður rannsóknarinnar munu nýtast yfirvöldum í Nova Scotia til að ákvarða hvernig best sé að fást við aðgengi almennings að strandsvæðum í hinu nýja strandskipulagi. Efnisþættir rannsóknarinnar fela í sér eftirfarandi: Greiningu á núverandi stöðu aðgengis almennings að strandsvæðum hvað varðar stefnu og löggjöf í Noca Scotia; greiningu á bestu dæmunum um aðgengi almennings í Bandaríkjunum; auk ráðgjöfar til yfirvalda í Nova Scotia héraði um hvernig megi fást við aðgengi almennings í strandskipulaginu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hérðasbundin viðbrögð vegna aðgengis almennings í Nova Scotia ættu að fela í sér eftirfarandi: Skrá yfir aðgengi almennings að strandsvæðum; samvinnu milli allra stiga stjórnsýslunnar, þ.m.t. frumbyggjahópa og byggðarlaga; nýja nálgun á opinbera ráðgjöf og þátttöku; hérðasbundna stýringu hvað varðar aðgengi almennings og önnur málefni sem snúa að strandsvæðum; að nota málefni sem snúa að aðgengi almennings til að fræða og virkja almenning um önnur umhverfisleg efni; auk áætlana á borð við, almannaþátttöku, skipulag og reglugerðir. Einnig eru lagðar til leiðir á sveitarstjórnarstiginu til að fást við málefnið og fela þær í sér eftirfarandi: Yfirtöku/kaup á landi, þátttöku almennings, samvinnu á milli hins opinbera og einkageirans og almennt skipulag.

Joshua Mackintosh er frá Kenntville í Nova Scotia, Kanda. Hann hefur lokið grunnháskólagráðum í stjórnmálafræði frá Acadia háskólanum og í umhverfisskipulagi frá Dalhousie háskóla. Hann vinnur nú að verkefni sem tengist meistaraprófsverkefni hans hjá stjórnsýslustofnun um málefni fiskveiða og fiskeldis hjá Nova Scotia héraði.


Joshua Mackintosh ver meistaraprófsritgerð sína um aðgengi almennings að strandsvæðum í Nova Scotia, föstudaginn 2. febrúar.
Joshua Mackintosh ver meistaraprófsritgerð sína um aðgengi almennings að strandsvæðum í Nova Scotia, föstudaginn 2. febrúar.