fimmtudagur 6. febrúar 2014

Meistaraprófskynningar að hefjast

[mynd 1 h]Tæplega tuttugu nemendur munu á næstu misserum leggja lokahönd á meistararitgerðir sínar í haf- og strandsvæðastjórnun.

Fyrsta meistaraprófskynning ársins verður í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, kl. 16, en þá mun Charla Basran kynna verkefni sitt um áhrif veiðarfæra á hnúfubaka á Skjálfanda.

Leiðbeinandi Chörlu er Brad Barr, fastur gestakennari við meistaranámið, og prófdómari er Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafró. Ágrip má lesa í enskri útgáfu þessarar fréttar.

Næstu kynning fer fram föstudaginn 7. febrúar, kl. 14:00, og mun þá Robert Salisbury kynna og verja verkefni sitt um lækkun yfirborðs Vatnanna miklu í N-Ameríku og úrræði og úrræðaleysi sem því hefur tengst.

[mynd 2 v]Leiðbeinandi Roberts er Mike Phillips, aðstoðarrektor Háskólans í Wales og fastur gestakennari við meistaranámið, og prófdómari er Áslaug Ásgeirsdóttir, fastur gestakennari við meistaranámið og dósent við Bates College í Maine.