Meistaranemi með hugmyndir um að virkja sjávarföll
Bjarni hefur reiknað afl sjávarfalla fyrir nær alla innfirði og kom í ljós að hámarksafl í Dýrafirði yrði 10 MW, Mjóafirði 14 MW, Kolgrafarfirði 50MW og Gilsfirði 100 MW. Samkvæmt útreikningum hans gæfi þverbrú í mynni Þorskafjarðar og aðliggjandi fjörðum hámarksafl 180 MW. Raunafl virkjunar á útfalli gæti orðið á bilinu 75-80 MW og væri um að ræða afl sem er lotubundið, útreiknanlegt og nákvæmt langt fram í tímann.
Í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Orkubú Vestfjarða og Vegagerðina undirbýr Bjarni nú stofnun sprotafyrirtæki sem þróa mun frekar þessa virkjunarhugmynd. Hefur fyrirtækið fengið vinnuheitið Vesturorka-WesTide. Var þetta tilkynnt á kynningarfundi sem haldinn var í háskólasetrinu 27. nóvember s.l.
Þess má einnig geta að Atvinnuþróunarfélagið veitti í mars s.l. Bjarna rannsóknarstyrk til að rannsaka hafstrauma sem mögulegan orkugjafa og aðstoðaði honum þannig með að ýta þessu verkefni úr vör. Lesa frétt.
Nánari upplýsingar um verkefnið veita:
Bjarni M. Jónsson, s.8618007
Þorgeir Pálsson (AtVest), s. 8990020