Meistaranemar stofna nemendafélagið Ægi
Nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða hafa stofnað nemendafélagið Ægi, fyrsta nemendafélaga háskólanema á Vestfjörðum.
Jötuninn Ægir er konungur hafsins í norrænni goðafræði, hann er auk þess þekktur fyrir að halda ásum miklar veislur.
Hið nýstofnaða nemendafélag ætlar sér að halda á lofti báðum þessum áhugamálum nafna síns, þ.e.a.s. málefnum hafsins og strandarinnar en einnig veisluhöldum og skemmtunum. Nemendafélagið Ægir er stofnað til þess að koma fram fyrir hönd nemenda, bæði hvað sjálft námið varðar en einnig á sviði félagslífs.
„Við ætlum okkur að gæta akademískra hagsmuna nemenda, skipuleggja skemmtilega og fræðandi viðburði, vera milliliður fyrir samskipti nemenda og skólayfirvalda, jafnframt því að vekja athygli á helstu atriðum og framkvæmd sjálfbærrar þróunar", segir formaður Ægis, Alan Deverell.
Allir nemendur meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða eru sjálfkrafa félagsmenn í Ægi, en öðrum nemendum Háskólasetursins er einnig velkomið að gerast félagsmenn.
Haf- og strandsvæðastjórnunarnámið er kennt á ensku og meirihluti nemendanna hefur flutt sérstaklega til Ísafjarðar, víðsvegar að úr heiminum, til að stunda námið.
Félagið er þessa dagana að undirbúa opnun heimasíðu og verður tengill á hana aðgengilegur hér á heimasíðu Háskólasetursins.
Jötuninn Ægir er konungur hafsins í norrænni goðafræði, hann er auk þess þekktur fyrir að halda ásum miklar veislur.
Hið nýstofnaða nemendafélag ætlar sér að halda á lofti báðum þessum áhugamálum nafna síns, þ.e.a.s. málefnum hafsins og strandarinnar en einnig veisluhöldum og skemmtunum. Nemendafélagið Ægir er stofnað til þess að koma fram fyrir hönd nemenda, bæði hvað sjálft námið varðar en einnig á sviði félagslífs.
„Við ætlum okkur að gæta akademískra hagsmuna nemenda, skipuleggja skemmtilega og fræðandi viðburði, vera milliliður fyrir samskipti nemenda og skólayfirvalda, jafnframt því að vekja athygli á helstu atriðum og framkvæmd sjálfbærrar þróunar", segir formaður Ægis, Alan Deverell.
Allir nemendur meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða eru sjálfkrafa félagsmenn í Ægi, en öðrum nemendum Háskólasetursins er einnig velkomið að gerast félagsmenn.
Haf- og strandsvæðastjórnunarnámið er kennt á ensku og meirihluti nemendanna hefur flutt sérstaklega til Ísafjarðar, víðsvegar að úr heiminum, til að stunda námið.
Félagið er þessa dagana að undirbúa opnun heimasíðu og verður tengill á hana aðgengilegur hér á heimasíðu Háskólasetursins.