Meistaranemar heimsækja fyrirtæki í sjávarútvegi
Heimsóknin á Suðureyri endaði á veitingastaðnum Talisman, þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti á meðan Óðinn Gestsson fræddi hópinn enn frekar um fyrirtækin tvö með glærusýningu og myndbandi. Einnig fjallaði hann um verkefnið Sjárvarþorpið Suðureyri sem Íslandssaga tekur þátt í og um hlutverk sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessu litla samfélagi.
[mynd 3 h]Frystihús HG hf. (Hraðfrystihúsið-Gunnvör) í Hnífsdal var einnig heimsótt, en í dag er það stærsta fiskvinnslufyrirtækið á Vestfjörðum. Kristján Jóakimsson, vinnslu- og sölustjóri og Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri fræddu hópinn um fyrirtækið og sýndu glærur og myndband. Að lokum var hópnum boðið upp á dýrindis fiskisúpu.
Mikil ánægja var með fyrirtækjaheimsóknirnar á meðal nemanna, sem flestir eru af erlendum uppruna, og fannst þeim forvitnilegt að sjá hvernig fyrirtækin starfa.
Viljum að lokum færa fyrirtækjunum þremur bestu þakkir fyrir frábærar móttökur.