þriðjudagur 17. nóvember 2009

Meistaranemar heimsækja fyrirtæki í sjávarútvegi

Alexander Stubbing og Jennifer Brown, bæði frá Kanada, að búa sig undir heimsókn hjá Klofningi.
Alexander Stubbing og Jennifer Brown, bæði frá Kanada, að búa sig undir heimsókn hjá Klofningi.
Því næst var haldið í Íslandssögu þar sem Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri gaf sér góðan tíma til að ganga með hópnum um frystihúsið og útskýra vinnsluna, allt frá móttöku til frystiklefa.

 

Heimsóknin á Suðureyri endaði á veitingastaðnum Talisman, þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti á meðan Óðinn Gestsson fræddi hópinn enn frekar um fyrirtækin tvö með glærusýningu og myndbandi. Einnig fjallaði hann um verkefnið Sjárvarþorpið Suðureyri sem Íslandssaga tekur þátt í og um hlutverk sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessu litla samfélagi.

 

[mynd 3 h]Frystihús HG hf. (Hraðfrystihúsið-Gunnvör) í Hnífsdal var einnig heimsótt, en í dag er það stærsta fiskvinnslufyrirtækið á Vestfjörðum. Kristján Jóakimsson, vinnslu- og sölustjóri og Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri fræddu hópinn um fyrirtækið og sýndu glærur og myndband. Að lokum var hópnum boðið upp á dýrindis fiskisúpu.

 

Mikil ánægja var með fyrirtækjaheimsóknirnar á meðal nemanna, sem flestir eru af erlendum uppruna, og fannst þeim forvitnilegt að sjá hvernig fyrirtækin starfa.

 

Viljum að lokum færa fyrirtækjunum þremur bestu þakkir fyrir frábærar móttökur.