þriðjudagur 10. nóvember 2009

Meistaranemar gerast sjálfboðaliðar hjá Ísafjarðardeild Rauða krossins

Nýju sjálfboðaliðarnir, meistaranemarnir Sarah Nebel, Petra Granholm og Abby Sullivan.
Nýju sjálfboðaliðarnir, meistaranemarnir Sarah Nebel, Petra Granholm og Abby Sullivan.
Um daginn var svo komið að því að halda kynningu á verkefnunum sem grunnskólanemarnir unnu um Gambíu og var félögum úr stjórn Ísafjarðardeildarinnar boðið að koma og hlusta ásamt nýju sjálfboðaliðunum. Allar kynningarnar fóru fram á ensku og er óhætt að segja að þær hafi heppnast vel. Einnig var þetta gott fyrsta tækifæri fyrir nýju sjálfboðaliðana til að kynnast nemum 9. bekkjar og er útlit fyrir skemmtilegt samstarf þeirra á milli í vetur.