mánudagur 18. febrúar 2008

Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun kynnt á Háskóladegi

Háskóladagurinn var haldinn hátíðlegur laugardaginn 16. febrúar. Þar kynntu allir háskólar landsins námsframboð sitt en yfir 500 námsleiðir á háskólastigi eru nú í boði á Íslandi. Fulltrúar Háskólaseturs Vestfjarða tóku þátt í kynningunni, sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, og kynntu nýju námsleiðina á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun sem hefst í haust.

Fjöldi áhugasamra nemenda litu við í bás Háskólaseturs og kynntu sér meistaranámið sem er nýjung á Íslandi og vakti því verðskuldaða athygli.


Sigríður Ólafsdóttir og Ingi Björn Guðnason í Ráðhúsi Reykjavíkur á Háskóladeginum
Sigríður Ólafsdóttir og Ingi Björn Guðnason í Ráðhúsi Reykjavíkur á Háskóladeginum