miðvikudagur 10. febrúar 2010

Meistaranám á Ísafirði - frásögn nemanda

Kanadamenn eiga marga fulltrúa í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið, því af nítján nemendum koma fimm frá Kanada, auk þess sem fjórir kennarar námsleiðarinnar koma frá kanadískum háskólum eða stofnunum.

Þrír af kanadísku nemendunum útskrifuðust frá Dalhousie háskólanum í Halifax áður en þeir hófu nám sitt við Háskólasetrið. Nýlega skrifaði einn af Dalhousie nemenum, Josh Mackintosh, grein í stúdentablað skólans Gazette um dvöl sína á Íslandi.

Greinina má lesa í heild sinni á heimasíðu Gazett.

Josh Mackintosh fjallar um dvöl sína á Íslandi í stúdentablaði Dalhousie háskólans í Halifax í Kanda.
Josh Mackintosh fjallar um dvöl sína á Íslandi í stúdentablaði Dalhousie háskólans í Halifax í Kanda.