Mat á sjónrænum áhrifum smárra náma á Íslandi
Í Vísindaporti föstudaginn 18. febrúar mun Georg Haney, umhverfisfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða, flytja erindi undir yfirskriftinni „Visual Impact Assessment of Small-Scale Mining in Iceland: A Tool for Municipal Planning and Decision Making". Í erindinu mun Georg fjalla um matstæki sem hann þróaði í meistaraprófsritgerð sinni til MSc prófs í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands. Matstækið er byggt á bandarískri aðferðarfræði fyrir mat á sjónrænum áhrifum (Visual Resource Managment) sem löguð var að íslenskum aðstæðum. Tækið getur nýst sveitarfélögum og öðrum sem annast skipulagsgerð til að meta áhrif námavinnslu.
Erindið fer fram á ensku og hefst kl. 12.10 í kaffisal Háskólaseturs.
Georg Haney hóf nýverið störf hjá Náttúrustofu Vestfjarða og hefur starfsstöð á Bíldudal, auk meistaraprófs í umhverfis og auðlindafræðum hefur hann lokið BSc prófi í námuverkfræði.
Ágrip ritgerðarinnar
Tiltölulega litlar malar- og grjótnámur finnast afar víða á Íslandi og eru meira en 3000 slíkar á skrá hjá Vegagerðinni einni. Mest af því efni sem tekið er úr slíkum námum er notað til mannvirkjagerðar. Helstu umhverfisáhrif af grjótnámi, sand- og malarnámi eru hin sjónrænu áhrif á landslag, en einnig getur slíkt nám haft umtalsverð áhrif á lífríki og vatnafar. Sveitarfélög á Íslandi eiga lögum samkvæmt að gera grein fyrir allri efnistöku í aðalskipulagsáætlunum og þau hafa það hlutverk að veita leyfi til námuvinnslu. Tilgangur þessarar rannsóknar er að hanna og prófa einfalt matstæki fyrir áhrif námuvinnslu, sem nýst getur sveitarstjórnum og þeim sem annast skipulagsgerð. Tækið er byggt á bandarískri aðferðarfræði fyrir mat á sjónrænum áhrifum (Visual Resource Management), sem löguð var að aðstæðum. Fyrst er lagt mat á sjónræn gæði landslags í því skyni að meta viðkæmni þess gagnvart breytingum. Í næsta þrepi eru áhrif námunnar metin með því að bera hana saman við nánasta umhverfi hennar. Matstækið var prófað á 10 stöðum í Sveitarfélaginu Hornafirði, þar sem námuvinnsla er fyrirhuguð í tengslum við lagningu nýs vegar. Niðurstaðan er að það geti nýst til að meta sjónræn áhrif námuvinnslu í landslagi. Sé tækinu beitt ásamt annars konar mati (á áhrifum á lífríki og vatnafar) getur það orðið sveitarfélögum til aðstoðar við skipulagsgerð og upplýstar ákvarðanir um efnistöku.
Erindið fer fram á ensku og hefst kl. 12.10 í kaffisal Háskólaseturs.
Georg Haney hóf nýverið störf hjá Náttúrustofu Vestfjarða og hefur starfsstöð á Bíldudal, auk meistaraprófs í umhverfis og auðlindafræðum hefur hann lokið BSc prófi í námuverkfræði.
Ágrip ritgerðarinnar
Tiltölulega litlar malar- og grjótnámur finnast afar víða á Íslandi og eru meira en 3000 slíkar á skrá hjá Vegagerðinni einni. Mest af því efni sem tekið er úr slíkum námum er notað til mannvirkjagerðar. Helstu umhverfisáhrif af grjótnámi, sand- og malarnámi eru hin sjónrænu áhrif á landslag, en einnig getur slíkt nám haft umtalsverð áhrif á lífríki og vatnafar. Sveitarfélög á Íslandi eiga lögum samkvæmt að gera grein fyrir allri efnistöku í aðalskipulagsáætlunum og þau hafa það hlutverk að veita leyfi til námuvinnslu. Tilgangur þessarar rannsóknar er að hanna og prófa einfalt matstæki fyrir áhrif námuvinnslu, sem nýst getur sveitarstjórnum og þeim sem annast skipulagsgerð. Tækið er byggt á bandarískri aðferðarfræði fyrir mat á sjónrænum áhrifum (Visual Resource Management), sem löguð var að aðstæðum. Fyrst er lagt mat á sjónræn gæði landslags í því skyni að meta viðkæmni þess gagnvart breytingum. Í næsta þrepi eru áhrif námunnar metin með því að bera hana saman við nánasta umhverfi hennar. Matstækið var prófað á 10 stöðum í Sveitarfélaginu Hornafirði, þar sem námuvinnsla er fyrirhuguð í tengslum við lagningu nýs vegar. Niðurstaðan er að það geti nýst til að meta sjónræn áhrif námuvinnslu í landslagi. Sé tækinu beitt ásamt annars konar mati (á áhrifum á lífríki og vatnafar) getur það orðið sveitarfélögum til aðstoðar við skipulagsgerð og upplýstar ákvarðanir um efnistöku.