fimmtudagur 17. janúar 2013

Markaður fyrir sjálfbært fiskmeti

Lokaverkefnið sem verður kynnt á morgun fjallar um Ocean Wise verkefnið í Kanda.
Lokaverkefnið sem verður kynnt á morgun fjallar um Ocean Wise verkefnið í Kanda.
Ocean Wise verkefnið fer ört vaxandi í Vancouver og um allt Kanada. Rannsókn þessi sýndi fram á að eigendur veitingastaða sem tóku þátt í verkefninu eru líklegri til að aðhyllast „grænt" gildismat. Þótt almenn viðhorf til umhverfisverndar væru almennt séð ótengd þátttöku í verkefninu mátti greina að ákveðin viðhorf til umhverfisverndar, sem tengjast sérstaklega sjálfbæru sjávarfangi, höfuð áhrif á þátttöku. Veitingamenn sem eru þátttakendur í Ocen Wise verkefninu töldu að þátttaka spilaði stóra rullu í því að skapa þá ímynd sem þeir töldu æskilega fyrir veitingastaðina. Efnahagslegir þættir virtust ekki skipta höfuð máli varðandi þátttöku. Verkefnið var talið mjög áreiðanlegt, bæði af þátttakendum og þeim sem ekki taka þátt í Ocen Wise. Svo virðist sem ákveðið tækifæri sé til staðar á markaðinum fyrir veitingastaði sem bjóða upp á sjálfbært sjávarfang og er rannsókn þessari ætlað að hjálpa Ocean Wise við að nýta sér það tækifæri. Í verkefninu má finna tillögur um það hvernig Ocean Wise getur bætt sig og haldið áfram að vaxa.