miðvikudagur 7. janúar 2009

Mannauðsstjórnun í fjarnámi

Símenntun Háskólans á Akureyri býður nú á vorönn upp á námskeið í mannauðsstjórnun í fjarnámi, ef næg þátttaka fæst. Um er að ræða námskeið á háskólastigi sem samsvarar 6 ECTS einingum.

 

Lýsing: Mannauðsstjórnun. Þróun mannauðs- og starfsmannastjórnunar. Hlutverk starfsmannadeilda. Starfsmannastefna. Starfsmannaáætlanir. Greining starfa. Starfshönnun. Ráðning starfsmanna, móttaka nýliða, þjálfun og fræðsla. Frammistöðumat og starfsmannaviðtöl. Launakerfi. Starfslok. Vinnuréttur. Deilistjórnun og agaviðtöl. Starfsánægja. Stéttarfélög og áhrif þeirra á starfsmannamál. Alþjóðleg mannauðsstjórnun.

Námsmarkmið: Að nemendur öðlist innsýn í þá þætti sem lúta að mannauðsstjórnun, einkum þá þætti sem fyrirtæki/stofnanir þurfa að standa fyrir til að viðhalda og auka þekkingu og hæfni starfsmanna.

 

Námsefni: Derek Torrington, Laura Hall og Stephen Taylor: Human Resource Management, (7. útg.), Prentice Hall, 2008, ásamt völdum köflum úr bókinni: Human Resource Management eftir Gary Dessler. Gefin út 2005 af Pearson Education International.

Námsmat: Verkefni 60%, skriflegt próf 40%.

 

Þátttakendur sem standast námskeiðið fá skírteini því til staðfestingar þar sem fram kemur einkunn og einingafjöldi. Einnig er mögulegt að sitja námskeiðið án þess að þreyta próf og fá staðfesta þátttöku.

 

Umsjón/kennarar: Fjóla Björk Jónsdóttir MBA, aðjúnkt við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri ásamt gestakennurum.

 

Tími: Þri. 20. jan. til 7. apr. alls 36 kennslust. kl. 16:15-18:50.

 

Verð: 63.000 kr.

 

Staður: kennt frá Sólborg HA, fjarkennt til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði.

 

Umsóknafrestur til 13. jan. 2009.