Málþing um skipulag og stjórnun strandsvæða
Víða í nágrannaríkjum Íslands, og öðrum strandríkjum, hafa slíkar áætlanir verið settar fram með það að markmiði að samþætta stjórnun og koma í veg fyrir mengun, ofnýtingu og hagsmunaárekstra. Áhersla er lögð á að strandsamfélögin sjálf komi að ákvörðunartöku og áætlanagerð um nýtingu svæðanna.
Á málþinginu verður stjórnun strandsvæða á Íslandi rædd og mun fjöldi innlendra sérfræðinga leggja orð í belg. Jafnframt verður gefin innsýn í leiðir sem önnur strandríki hafa farið í þessum málaflokki. Í því sambandi munu sérfræðingar frá Kanada, Hjaltlandseyjum og Ítalíu halda erindi um mismunandi leiðir við stjórnun og skipulag strandsvæða.
Málþingið verður sett kl. 10.00 fimmtudaginn 3. september í Háskólasetri Vestfjarða og framhaldið föstudaginn 4. september. Lokaatriði þess verður jafnframt hluti af hátíðardagskrá Fjórðungsþings Vestfirðinga sem fram fer í Edinborgarhúsinu og verður málþinginu slitið þar kl. 16.30 á föstudeginum.
Málþingið fer fram á ensku en nánari dagskrá verður auglýst síðar á heimasíðu Háskólaseturs Vestfjarða.