föstudagur 12. nóvember 2010

Málþing um nýtingu strandsvæðis Arnarfjarðar

Háskólsetur Vestfjarða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Teiknistofunni Eik standa að verkefninu Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. Þess má geta að þrjú meistaraverkefni nema í haf- og strandsvæðastjórnun tengjast verkefninu.

Sunndaginn 14. nóvember fer fram málþing um fyrsta áfanga þessa verkefnis sem snýr að því að gera samþætta nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar. Málþingið fer fram á Bíldudal milli klukkan 13.15. og 16.15.

Nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins og verkefnið má nálgast hér.

Arnarfjörður á sólríkum sumardegi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Arnarfjörður á sólríkum sumardegi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.