Málþing Félags umhverfisfræðinga um sorpmál
Föstudaginn 30. apríl stendur Félag umhverfisfræðinga í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Eyða, urða, flokka, draga úr? Áskoranir og lausnir í sorpmálum minni sveitarfélaga".
Málþingið fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetrinu á milli 15.00 og 17.00 í Háskólasetri Vestfjarða, það er opið öllum áhugasömum. Dagskrá málþingsins má nálgast hér að neðan en hún er einnig aðgengileg á pdf formi.
Dagskrá málþingsins:
Setning
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi (FUMÍ)
Málþingið fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetrinu á milli 15.00 og 17.00 í Háskólasetri Vestfjarða, það er opið öllum áhugasömum. Dagskrá málþingsins má nálgast hér að neðan en hún er einnig aðgengileg á pdf formi.
Dagskrá málþingsins:
Setning
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi (FUMÍ)
Glöggt er gests augað (á ensku)
Alan Deverell, Jennifer Brown og Joshua Mackintosh, félagar í Ægi - félagi meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun
Hverjir eru möguleikar lítilla sveitarfélaga í sorpmálum?
Guðmundur Tryggvi Ólafsson, FENÚR
Tengsl sorpmála og skipulags
Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, Ísafjarðarbæ
Eru sorpmál hluti af umhverfismálum fyrirtækja?
Kristján Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG í Hnífsdal
Draumsýn íbúa í sorpmálum
Kristjana Einarsdóttir, íbúi á Ísafirði
UMRÆÐUR
Fundarstjórar: Dagný Arnarsdóttir, Háskólasetri Vestfjarða og Gunnar Páll Eydal, Teiknistofunni Eik.