miðvikudagur 25. nóvember 2015

Málstofu um ESB og norðurslóðir frestað

Vegna ófærðar í flugi verður málstofu sem vera átti í dag um Evrópusambandið og norðurslóðirnar frestað til mánudagsins 14. desember. Von var á Matthias Brinkmann, sendiherra ESB á Íslandi, sem frummælanda í málstofunni og ætlaði hann að fjalla um afstöðu ESB til norðurslóðanna og ýmis markmið þeim tengdum. Eins og fyrr segir er málstofunni frestað til 14. desember líkt og segir í viðburðadagatali Háskólaseturs Vestfjarða.


Bandaríska rannsóknaskipið Knorr við Grænland. Ljósmynd: Sindre Skrede
Bandaríska rannsóknaskipið Knorr við Grænland. Ljósmynd: Sindre Skrede