Málefnaleg sjónarmið þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera
Gestur Vísindaports föstudaginn 17. september er Sindri Guðjónsson lögfræðingur sem mun fjalla um málefni sem talsvert hefur verið í umræðunni upp á síðkastið, það er að segja ráðningar í opinber störf.
Fyrirlesturinn byggir Sindri á lokaritgerð sinni til M.L. prófs í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri. Í ritgerðinni er kannað hvaða reglur gilda um val á milli umsækjenda sem sækja um störf hjá hinu opinbera. Í henni eru skoðaðar skráðar reglur, ásamt dómum, álitum og úrskurðum í málum þar sem deilt var um hvort ráðningar í opinber störf hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum, eða hvort að mat á hæfni umsækjenda hafi verið málefnalegt og forsvaranlegt.
Sindri er með B.A. próf og M.L. próf í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og vinnur sem þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins á Ísafirði.
Vísindaportið hefst líkt og áður klukkan 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs. Allir velkomnir!
Fyrirlesturinn byggir Sindri á lokaritgerð sinni til M.L. prófs í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri. Í ritgerðinni er kannað hvaða reglur gilda um val á milli umsækjenda sem sækja um störf hjá hinu opinbera. Í henni eru skoðaðar skráðar reglur, ásamt dómum, álitum og úrskurðum í málum þar sem deilt var um hvort ráðningar í opinber störf hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum, eða hvort að mat á hæfni umsækjenda hafi verið málefnalegt og forsvaranlegt.
Sindri er með B.A. próf og M.L. próf í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og vinnur sem þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins á Ísafirði.
Vísindaportið hefst líkt og áður klukkan 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs. Allir velkomnir!