miðvikudagur 18. janúar 2012

Makrildeilan frá sjónarhorni norsks hafréttarfræðings

Auka-Vísindaport: Peter Ørebech Prófessor við Sjávarútvegsháskóla Noregs hjá Háskólanum í Tromsø kennir þessa dagana námskeið í haf- og umhverfisrétti hjá Háskólasetri Vestfjarða. Í tilefni þess er boðið í auka-Vísindaport fimmtudaginn 19. janúar, milli klukkan 12-13 um ekki minna mál en makrildeilu Íslendinga og Færeyinga annars vegar og Norðmanna og Evrópusambandsins hins vegar.


Peter Ørebech er í forsvari fyrir rannsóknir á sviði virðiskeðjugreiningu í sjávarútvegsháskóla í Tromsø, en rannsóknir hans eru líka um sjávarútvegsrétt, Evrópurétt, hafrétt og réttarsögu.


Peter Ørebech þekkir til Ísafjarðar aðallega í gegnum námsmenn frá Vestfjörðum, sem hafa verið í námi í Tromsø, en kynnist bænum núna í gegnum kennslu hjá Háskolasetri Vestfjarða.


Fimmtudagur, 19.01.2012, 12-13
Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer hann fram á ensku.