föstudagur 11. júlí 2008

Lumar þú á efni í Vísindaport?

Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða mun vakna úr sumardvala í september næstkomandi. Þeir sem luma á efni, hvort sem um er að ræða eldri eða yfirstandandi rannsókn, og vilja koma því á framfæri á komandi hausti mega gjarnan setja sig í samband við Inga Björn Guðnason hjá Háskólasetri, í síma 450-3042 eða ingi@hsvest.is. Einnig eru ábendingar eða óskir um Vísindaport velkomnar, auk þess eru hugmyndir um áhugavert efni sem ekki er endilega af fræðilegum eða vísindalegum toga vel þegnar.