Listin er í okkar höndum
Í Vísindaporti föstudaginn 20. apríl munu fjórir kennarar Grunnskóla Bolungarvíkur, þær Auður Hanna Ragnarsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Elín Þóra Stefánsdóttir og Zofia Marciniak, kynna þátttöku sína í evrópska Comeniusarverkefninu Listin er í okkar höndum.
Grunnskóli Bolungarvíkur hóf þátttöku í verkefnin í haust en það er sniðið að yngri börnum grunnskólans og gengur út á að útbúa kennsluverkefni um listmálara. Þannig myndast kennsluhugmyndabanki sem þátttökuskólarnir geta nýtt sér. Listmálarinn Gunnella varð fyrir valinu hjá Grunnskóla Bolungarvíkur sem umfjöllunarefni. Auk Íslands taka þátt í verkefninu skólar frá Spáni, Grikklandi, Tyrklandi, Póllandi, Ítalíu, Englandi og Finnlandi. Verkefnið er til tveggja ára og lýkur vorið 2013.
Vísindaportið hefst venju samkvæmt klukkan 12.10 í kaffisal Háskólaseturs og eru allir velkomnir.
Grunnskóli Bolungarvíkur hóf þátttöku í verkefnin í haust en það er sniðið að yngri börnum grunnskólans og gengur út á að útbúa kennsluverkefni um listmálara. Þannig myndast kennsluhugmyndabanki sem þátttökuskólarnir geta nýtt sér. Listmálarinn Gunnella varð fyrir valinu hjá Grunnskóla Bolungarvíkur sem umfjöllunarefni. Auk Íslands taka þátt í verkefninu skólar frá Spáni, Grikklandi, Tyrklandi, Póllandi, Ítalíu, Englandi og Finnlandi. Verkefnið er til tveggja ára og lýkur vorið 2013.
Vísindaportið hefst venju samkvæmt klukkan 12.10 í kaffisal Háskólaseturs og eru allir velkomnir.