mánudagur 19. nóvember 2012

Líður að prófum

Nú í haust stunda tæplega 100 fjarnemar háskólanám á Vestfjörðum. Flestir þeirra eru við nám í Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands en jafnframt eru nokkrir við nám frá Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og Háskólanum í Reykjavík.

Framundan er nú mikil prófatörn, en próftímabilið hefst þann 3. desember og stendur til 20. desember. Allir fjarnemar á norðanverðum Vestfjörðum taka prófin hér í Háskólasetrinu en jafnframt er það að aukast að staðnemar í Reykjavík og á Akureyri kjósi að koma heim yfir prófatímabil og taki þá prófin hér. Að sjálfsögðu eru allir boðnir velkomnir hingað til próftöku.

Próftafla mun verða birt í lok nóvember og eru þá allir sem ætla að taka próf hjá Háskólasetrinu hvattir til að athuga hvort þeir séu ekki örugglega skráðir í próf hér.

Háskólasetur Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða