þriðjudagur 29. janúar 2008

Leiklistarnemar í heimsókn

Leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands eru í námsferð á Ísafirði þessa dagana og heimsóttu Háskólasetur í gær. Hópurinn samanstendur af sjö leiklistarnemum á þriðja ári sem sitja nú námskeið um dansleikhús hjá Ólöfu Ingólfsdóttur sem fer fyrir hópnum. Í námskeiðinu er fjallað um ýmislegt varðandi hreyfingu og dans sem nýst getur leikurum en sérstakt umfjöllunarefni námskeiðsins að þessu sinni eru kynhlutverkin. Markmið námsferðarinnar er fyrst og fremst að fá nýjan innblástur með því að breyta um umhverfi og kynnast staðnum.


1 af 2