þriðjudagur 4. júní 2013

Lausn úthafsdeilna og hafskipulag

[mynd 1 h]Nýverði hélt Skipulagsstofnun málþing með yfirskriftinni „Haf- og strandskipulag". Málþingið, sem var vel sótt, var haldið í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Tveir kennarar námsbrautarinnar hélti erindi, þær Áslaug Ásgeirsdóttir og Tiina Tihlmann. Dagskrá og glærur málþingsins má nálast á vefsíðu Skipulagsstofnunar.

Áslaug Ásgeirsdóttir, sem er dósent við Bates College í Maine-fylki í Bandaríkjunum, hélt erindi um stefnu einstakra ríkja í Nýja-Englandi varðandi málefni hafskipulags. Hún tók dæmi um einstök fylki og útskýrði helstu ágreiningsmál þar að lútandi, en í nokkrum tilvikum hefur hafskipulag nýst við lausn deilna um skipulag á flóum, til dæmis Fundy-flóa sem liggur að Bandaríkjunum og Kanada. Tiina Tihlmann, sem er sérlegur ráðgjafi umhverfisráðherra Finnlands á sínu sviði, útskýrði stefnu Evrópusambandsins um hafskipulag, hvernig einstök ríki stæðu á því sviði og tók loks dæmi frá Eystrasalti, einkum Finnlandi.

[mynd 2 v]
Áslaug kennir nú námskeið um lausn ágreiningsmála í tengslum við fiskveiðistjórnun. Þar fer hún meðal annars í saumana á mismunandi nálgunum í fiskveiðistjórnun, til dæmis vistkerfisnálgun. Auk þess eru aðrar nytjar á hafi skoðaðar með tilliti til lausnar ágreiningsmála. Tiina kenndi námskeið í maí sem fjallaði um hafskipulag. Nemendur fóru skref fyrir skref í gegnum ferli nýlegs hafskipulags í Helsingjabotni í Eystrasalti, sem Tiina átti stóran þátt í að móta.