fimmtudagur 3. apríl 2014

Langar þig til að rækta þitt eigið grænmeti?

Í Vísindaporti föstudaginn 4. apríl mun Ralf Trylla fjalla um það sem hafa ber í huga þegar farið er af stað í gerð matjurtagarða. Skoðaðir verða þættir eins og staðsetning og jarðvegur en ekki síður hvað er matjurt.

Jafnframt verða á svæðinu fulltrúar frá Garðyrkjufélagi Íslands – Vestfjarðadeild norður, sem munu ásamt Ralf svara fyrirspurnum um sáningu og ræktun.

Vísindaportið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs og er öllum opið.