Langar þig til að hýsa erlendan háskólanema í sumar?
Í sumar mun Háskólasetrið taka á móti hóp frá School for International Training (SIT) sem er háskóli í Vermont í Bandaríkjunum. Verður þetta sjötti hópurinn á vegum skólans sem heimsækir okkur. Nemarnir sitja hér námsáfanga um endurnýjanlegar orkugjafir sem stendur yfir í u.þ.b. 6 vikur og fer fram m.a. hér á Ísafirði og í Reykjavík.
Kynning á landi, þjóð og tungu er mikilvægur hluti af náminu. Boðið er upp á kennslu í íslensku og hefur SIT nemunum ávallt verið boðið að gista hjá íslenskum fjölskyldum um tíma. Þetta er etv besta leiðin til að kynnast menningunni og æfa sig í málinu. Um leið getur þetta verið mjög gefandi og skemmtileg leið til að kynnast erlendu ungmenni og jafnvel tengjast um ókomna framtíð.
Undanfarin ár hafa SIT-nemarnir verið í heimagistingu á Akureyri, en tími þótti kominn til að breyta fyrirkomulaginu og vonumst við nú til að ísfirskar fjölskyldur taki vel í þessa hugmynd. Tímabilið sem um ræðir er 18.júní-2.júlí 2012. Gestgjafinn þarf að geta boðið upp á sér herbergi ásamt morgun- og kvöldmat og greiðir SIT fyrir þessa þjónustu. Leitað er aðallega að fjölskyldum, en einstaklingar og t.d. barnlaus pör koma einnig til greina.
Frekari upplýsingar gefur Pernilla Rein verkefnastjóri pernilla(hjá)uwestfjords.is eða í síma 450-3044.
Kynning á landi, þjóð og tungu er mikilvægur hluti af náminu. Boðið er upp á kennslu í íslensku og hefur SIT nemunum ávallt verið boðið að gista hjá íslenskum fjölskyldum um tíma. Þetta er etv besta leiðin til að kynnast menningunni og æfa sig í málinu. Um leið getur þetta verið mjög gefandi og skemmtileg leið til að kynnast erlendu ungmenni og jafnvel tengjast um ókomna framtíð.
Undanfarin ár hafa SIT-nemarnir verið í heimagistingu á Akureyri, en tími þótti kominn til að breyta fyrirkomulaginu og vonumst við nú til að ísfirskar fjölskyldur taki vel í þessa hugmynd. Tímabilið sem um ræðir er 18.júní-2.júlí 2012. Gestgjafinn þarf að geta boðið upp á sér herbergi ásamt morgun- og kvöldmat og greiðir SIT fyrir þessa þjónustu. Leitað er aðallega að fjölskyldum, en einstaklingar og t.d. barnlaus pör koma einnig til greina.
Frekari upplýsingar gefur Pernilla Rein verkefnastjóri pernilla(hjá)uwestfjords.is eða í síma 450-3044.