Kynningarfundur um nýtt og nýstárlegt nám
Sjávartengd nýsköpun er ekki standard-nám og því er sérlega mikil ástæða að kynna námið og að kynnast því. Námið er einstaklingsmiðað og verður gerð námsáætlun fyrir hvern og einn, allt eftir bakgrunni og nýsköpunarverkefni.
Starfsmenn Háskólaseturs og Nýsköpunarmiðstöðvar kynna námið föstudaginn, 20.09.2013, kl. 12-13 í Vísindaporti Háskólaseturs. Halldór Halldórsson, stjórnarformaður í Háskólasetri, segir frá MBA-námi, sem hann tók ekki fyrir löngu og ber það saman við nýsköpunarnámið hjá Háskólasetri.
Vestfirðingar sem vilja breyta til og fara í meistaranám ættu að skoða þetta nám, ef þeir hafa einhverja nýsköpunarvírus/bekteríu/basillus í sér á annað borð. Vestfirðingar sem vilja koma sínum hugmyndum í framkvæmd, en líka þeir, sem vilja læra að halda utan um verkefni og flókin ferli almennt, geta þar fundið nám við sitt hæfi.
Fyrirtæki, sem vilja þróa sjávartengd verkefni, hvort sem er í framleiðslu eða markaðssetningu, ættu að vita af þessu námi og ættu að láta vita af sér ef þá vantar nemanda til sín.
Háskólasetur Vestfjarða, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð og Háskólann á Akureyri, hvetur til að hugsun um sjávartengda nýsköpun sé á sem breiðastan hátt. Nýsköpun felst ekki eingöngu í framleiðslu, heldur líka í bestunarferlum á öllum stigum og í markaðssetningu. Sá geiri sem vex mest í vestrænum samfélögum er þjónustugeirinn og hér liggur fullt af nýsköpunartækifærum, sem vilja gjarnan að gleymast.
Yfirlit yfir kynningarfundi:
Ísafirði (Háskólasetri) föstudaginn, 20.09.2013, 12-13
Hólmavík (Café Riis) fimmtudaginn, 26.09.2013, 17-18, boðið upp á kaffi og með því
Patreksfirði (Fosshóteli) fimmtudaginn, 03.10.2013, 12-14