miðvikudagur 11. september 2013

Kynningarfundir um nýstárlegt nám

Sjávartengd nýsköpun er ný námsleið hjá Háskólasetri Vestfjarða. Námsleiðin er einstaklingsmiðuð og ekkert því til fyrirstöðu að nemendur hefji nám á vorönn. Umsóknarfrestur, til að hefja nám í janúar, er 15. október.

Háskólasetur Vestfjarða býður upp á eftirfarandi kynningarfundi:

Ísafirði (Háskólasetri) föstudaginn, 20.09.2013, 12-13
Hólmavík (Café Riis) fimmtudaginn, 26.09.2013, 17-18, boðið upp á kaffi og með því

Patreksfirði (Sjóræningjahúsinu) fimmtudaginn, 03.10.2013, 12-14, boðið upp á súpu

Námið er nokkuð frábrugðið hefðbundnu námi og verður unnin námsáætlun fyrir hvern og einn nemanda, sem samanstendur af staðbundnum námskeiðum og fjarnámskeiðum, sem og nýsköpunarverkefni, sem vegur töluvert mikið. Námið er hagnýtt meistaranám og er atvinnulífstengt, allt eftir verkefnum. Sjávartengd nýsköpun er vítt skilgreind, allt frá sjávarútvegi og í ferðaþjónustu og skapandi greinar. Námið er kennt í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Allir sem luma á hugmyndum ættu að láta sjá sig og spyrja starfsmenn Háskólaseturs og aðra frumkvöðla spjörunum úr.