mánudagur 24. janúar 2011

Kynning meistarprófsritgerða: Fýsileikakönnun á köfunarstarfsemi í afþreyingarskini

Í þessari viku og þeirri næstu fara fram kynningar og varnir meistaraprófsritgerða útskriftarnema í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Um er að ræða fjórar 30 ECTS eininga ritgerðir sem verða kynntar og þrjár 60 ECTS eininga ritgerðir sem verða varðar.

Fyrstur ríður á vaðið Alan Deverell sem mun kynna ritgerð sína Evaluating the feasibility of establishing a recreational diving sector in the Ísafjarðardjúp area of Iceland. Kynningin fer fram mánudaginn 24. janúar kl. 17.00 í Háskólasetrinu. Hér að neðan má svo sjá dagsetningar annarra kynninga og varna sem fram fara á næstu dögum. Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á vef Háskólasetursins þegar nær dregur.

Kynning Alans Deverell er opin öllum áhugasömum. Janframt verður hún sýnd í vefútsendingu.

Leiðbeinandi verkefnisins er Dr. Marc L. Miller prófessor við University of Washinton í Seattle í Bandaríkjunum. Prófdómari er Brad Barr, ráðgjafi við stefnumótun hjá National Marine Sanctuary verkefninu í Bandaríkjunum.

Ágrip
Eitt megin markmið strandsvæðastjórnunar er að hvetja til sjálfbærrar notkunar á náttúruauðlindum ákveðinna svæða. Sum starfsemi á auðveldara með að ná þessum markmiðum en önnur. Sjávartengd ferðamennska er dæmi um slíka starfsemi, einkum köfun í afþreyingarskini sem jafnframt er sú íþrótt sem vex hvað hraðast í heiminum. Einstök strandlengja Vestfjarða, ríkulegt lífríki og löng hefð fyrir hafsækinni starfsemi, gerir það að verkum að svæðið virðist hafa alla möguleika á að verða framúrskarandi áfangastaður fyrir kafara. Engu að síður eru ákveðnir annmarkar á þessu með tilliti til fjarlægðar, innviða og skorti á þróun í ferðaþjónustu. Í ritgerðinni er fjallað um möguleika þess að koma á fót köfunarstarfsemi í afþreyingarskini á svæðinu við Ísafjarðardjúp sem myndi skapa fjölda nýrra tækifæra fyrir ferðaþjónustuna auk þess að styðja við sjávartengdar rannsóknir og kennslu. Í ritgerðinni koma fram tillögur um þróun á líkani sem byggir á nánu samstarfi milli þessara greina (ferðaþjónustu, rannsókna og kennslu). Í niðurstöðum ritgerðarinnar kemur fram að þótt mögulegt sé að koma á fót árangursríkum köfunargeira byggir það á því að þróuð verði skýr og samþætt ferðamálastefna fyrir svæðið sem veitir nægjanlegan stuðning fyrir fyrirtæki og félög sem kæmu að þessu.

Alan er upprunalega frá Engalndi en býr í suður Frakklandi. Auk þess að ljúka innan skamms MRM gráður í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða er hann menntaður í enskum bókmenntum og kennslufræðum og hefur áralanga reynslu af stjórnunarráðgjöf. Alan hefur innan skamms störf sem verkefnastjóri í Congo við að endurbæta Upemba þjóðgarðinn sem er einn af fáum þjóðgörðum í landinu.

Dagskrá kynninga og varna

28. janúar
Manuel Meidinger: A preliminary vulnerability assessment for Ísafjörður, Iceland: Coastal management-options to reduce impacts of sea-level rise and storm surges

 

1. febrúar
Jonathan Eberlein: The Scarcity and Vulnerability of Surfing Recourses - An Analysis of the Value of Surfing from a Social Economic Perspective in Matosinhos, Portugal

Jamie Landry: Community-Based Coastal Resource Management as a Contributor to Sustainability-Seeking Communities: A Case Study for Ísafjörður, Iceland

 

2. febrúar

Joshua Macintosh: Public Coastal Access in Nova Scotia's Coastal Strategy

 

3. febrúar

Lindsay Church: A Case Study on Snæfellsnes Peninsula, Iceland: Is EarthCheck community standard an effective sustainable tourism marketing tool?