fimmtudagur 17. janúar 2008

Kynning á starfssemi Impru

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir eru starfsmenn nýrrar starfsstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar á Ísafirði og í Vísindaporti föstudaginn 18. janúar munu þær kynna starfssemi Nýsköpunarmiðstöðvar og þá þjónustu sem er í boði fyrir frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki. 
Vísindaport morgundagsins er hið fyrsta í röð fjögurra Vísindaporta þar sem Nýsköpunarmiðstöð býður kynningar á ýmsum þáttum starfssemi sinnar og verður þetta samstarfsverkefni Háskólaseturs Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöðvar.