þriðjudagur 20. apríl 2010

Kynning á starfsemi UNIFEM

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi mun kynna starfsemi UNIFEM víða um heim í hádegisfyrirlestri miðvikudaginn 21. apríl.

UNIFEM er kvennasjóður Sameinuðu þjóðanna og starfar að bættum hag kvenna í um 80 löndum. UNIFEM vinnur m.a. að því að minnka fátækt og binda endi á ofbeldi gegn konum.

Steinunn mun skýra frá helstu áherslum UNIFEM og þeim verkefnum sem haldið er úti til að ná settum markmiðum.

Erindið fer fram á ensku og hefst kl. 12.10 í kaffisal Háskólaseturs. Það er opið öllum og allir hjartanlega velkomnir. Þess má einnig geta að fjölbreytt og dagskrá helguð UNIFEM fer fram í Hömrum sama dag og hefst klukkan 20, sjá nánar hér.