miðvikudagur 4. mars 2009

Kynning á lokaverkefnum í veiðitækni

Námsmennirnir frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem dvalið hafa við nám hjá Háskólasetri Vestfjarða og Hafrannsóknarstofnun á Ísafirði frá því í nóvember munu kynna lokaverkefni sín í Háskólasetrinu föstudaginn 6. mars. Þeir Einar Hreinsson og Ólafur Arnar Ingólfsson hjá Hafrannsóknarstofnun hafa leiðbeint nemendunum í fjölbreyttum verkefnum á sviði veiðitækni, sem munu án efa nýtast námsmönnunum á þeirra heimaslóðum. Kynningarnar eru opnar almenningi og fara fram í fundarsal Háskólaseturs.

10:15-10:45 Kingsley Madalo Thengo -Malawi
Verkefni: Experimental Design of A Mid-water pair Trawl for small pair boats on Lake Malawi.
Leiðbeinendur: Einar Hreinsson og Ólafur Arnar Ingólfsson, Hafrannsóknarstofnun Íslands.

 

10:45-11:15 Mahadev Rama Kokane -India
Verkefni: Midwater trawl design for the survey vessel MFV Sagarika.
Leiðbeinandi:
Einar Hreinsson, Hafrannsóknarstofnun Íslands.

 

11:15-11:45 Roany Martínez Cabrera -Cuba
Verkefni: Catch comparison analysis between conventional and modified twin trawl in Cuba
Leiðbeinandi: Ólafur Arnar Ingólfsson, Hafrannsóknarstofnun Íslands

 

12:00-13:00 Hádegishlé


13:00-13:30 Makkhen Kheng -Cambodia
Verkefni: Gillnet selectivity calculation and method.
Leiðbeinandi: Ólafur Arnar Ingólfsson, Hafransóknarstofnun Íslands.


Nemendurnir fimm frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem dvalið hafa á Ísafirði síðustu mánuði.
Nemendurnir fimm frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem dvalið hafa á Ísafirði síðustu mánuði.