föstudagur 23. maí 2008

Kynning á fjarnámi við íslenska háskóla

Mánudaginn 26. maí mun Martha Lilja Olsen, kennslustjóri Háskólaseturs, halda kynningu á því fjarnámi sem í boði er við íslenska háskóla. Sjö háskólar á Íslandi bjóða upp á fjarnám af einhverju tagi á hinum ýmsu sviðum og má sem dæmi nefna grunnskólakennarafræði, viðskiptafræði, þjóðfræði, mannnfræði, evrópufræði og umhverfisfræði. Kynningin fer fram í Háskólasetri Vestfjarða og hefst kl.17. Allir sem hafa áhuga á fjarnámi eða eru að íhuga að sækja um í háskólanám í fjarnámi eru hvattir til að mæta og kynna sér framboðið.  Almennir umsóknarfrestir um grunnnám í háskólum landsins eru í flestum skólum í byrjun júní.  Boðið verður upp á léttar veitingar.