Kynning á Markaðsstofu Vestfjarða
Í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða, föstudaginn 13. febrúar, kynnir Jón Páll Hreinsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða stofnunina og starfsemi hennar. Markaðsstofa Vestfjarða er sjálfseignastofnun með stofnaðild allra sveitarfélaga á Vestfjörðum ásamt Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Ferðamálasamtökum Vestfjarða.
Tilgangur Markaðsstofa Vestfjarða er að veita erlendum og innlendum ferðamönnum bestu mögulegar upplýsingar um náttúru, mannlíf og menningu Vestfjarða og hvaða möguleika þeir hafa til að njóta hennar sem ferðamenn.
Hlutverk Markaðsstofa Vestfjarða er jafnframt að veita ferðamönnum besta mögulega aðgengi að áðurnefndum upplýsingum og auka þannig vitund á Vestfjörðum og Íslandi.
Vísindaportið hefst að vanda kl. 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs - allir velkomnir.