fimmtudagur 2. október 2008

Kosningarnar í Bandaríkjunum

Í Vísindaporti föstudaginn 3. október verða forseta kosningarnar í Bandaríkjunum, sem fram fara í næsta mánuði, í brennidepli. Jon Moody öryggisfulltrúi frá Sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi mun fjalla almennt um kosningarnar og um frambjóðendur Repúblikana og Demókrata, þá John McCain og Barack Obama. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og hefst kl. 12.10.

Jon Moody hefur starfað í utanríkisþjónustu Banadríkjanna sem diplómati frá árinu 2003. Áður en hann hóf störf á Íslandi starfað hann í sendráðum Bandaríkjanna í Kabúl, Pakistan, Líberíu og í utanríkisþjónustunni í Washington DC. Einnig hefur hann starfað sem sérfræðingur í öryggismálum hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Útlendingastofnun þar í landi.

Vísindaportið er óformlegur umræðutími sem fram fer í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða, í hádeginu á föstudögum.