Komur erlendra vettvangsskóla til Háskólaseturs
Eitt af þeim verkefnum er Háskólasetrið sinnir er að aðstoða erlenda vettvangsskóla við að skipuleggja dvöl sína og hefur hingað til aðallega verið um að ræða hópa á vegum háskóla í Norður-Ameríku. Sumarið 2012 var nokkuð fjörugt hvað þetta varðar og eyddu þrír slíkir hópar hluta af sumrinu á norðanverðum Vestfjörðum eða 2-3 vikur hver hópur fyrir sig. Sumarið 2013 er aðeins von á einum hópi. Þetta getur þó breyst og er Háskólasetrið ávallt tilbúið til að bæta við hópum ef óskað er eftir.
Fyrstur til leiks s.l. sumar var hópur frá Háskólanum í Washington í Seattle í Bandaríkjunum. Var það í annað sinn sem við tókum á móti nemendum frá þeim skóla og er næsta heimsókn á dagskrá sumarið 2014. Þessir nemar leggja stund á námi í hugmyndasögu og var tveggja vikna dvöl á Vestfjörðum liður í þverfaglegu námskeiði, CHID (Comparative History of Ideas) Summer Program þar sem lögð er áhersla á sambandið milli manns og náttúru.
Þeir vettvangsnemendur sem mest fór fyrir var án efa hópurinn frá School for International Training (SIT) í Vermont-fylki í Bandaríkjunum, en SIT hóparnir hafa verið fastagestir Setursins síðan 2007. Dvöldu þeir hér á svæðinu í þrjár vikur og leggja nemarnir stund á námi um endurnýjanlega orkugjafa, Renewable Energy, Technology, and Resource Economics. Nemendurnir vinna hér lítil rannsóknarverkefni og fá þannig tækifæri til að kynnast ýmsum aðilum á svæðinu hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem og einstaklingum og eru nemendahópar SIT því mörgum kunnir.
Sumarið 2012 var bryddað upp á þeirri nýjung að semja við fjölskyldur á svæðinu um að taka nemendur í gistingu í tvær vikur. Tókst þetta í flesta staði mjög vel og voru nemendur sem gestgjafar ánægðir. Vildu margir meina að þetta hafi verið ómetanleg lífsreynsla sem óhætt sé að mæla með.
SIT mun sem fyrr senda hóp til okkar í sumar og eigum við fastlega von á að dvöl þeirra verði jafn fjörleg og skemmtileg og 2012. Stefnt er að sama fyrirkomulagi í sumar og verður auglýst eftir áhugasömum aðilum til að bjóða gistingu er nær dregur. Óhætt er þó nú þegar að hafa samband við verkefnastjóra ef fólk vill gefa kost á sér eða til að fá frekari upplýsingar, sjá upplýsingar hér að neðan. Bendum einnig á frétt sem birtist hér á vef Háskólaseturs þar sem gestgjafar segja frá því hvernig þeir upplifðu það að hýsa erlendan nema: „Lærdómsríkt og skemmtilegt að taka erlendan gest inn á heimilið".
Lauk vettvangsskólavertíðinni sumarið 2012 með dvöl hóps á vegum Íslenskudeildar Háskólans í Manitoba í Kanada, sem heimsótt hefur Háskólasetrið hvert sumar frá því 2007 og því um að ræða sannan fastagest. Í þessu námi er fjallað um íslenska menningu með áherslu á tengslin við náttúru og umhverfi. Dr. Birna Bjarnadóttur forstöðumaður Íslenskudeildarinnara hefur haft veg og vanda af þessu vettvangsnámi, en þar sem hún er í leyfi þennan vetur mun Íslenskudeildin ekki senda hóp aftur fyrr en sumarið 2014.
Útlit er fyrir að sumarið 2013 verður rólegra hvað komur erlendra nemahópa varðar. SIT nemarnir munu þó án efa setja skemmtilegan svip á bæinn og svo má ekki gleyma öllum þeim erlendu nemum sem sitja munu ýmis námskeið í íslensku hér við Setrið sem og á Núpi í Dýrafirði í ágúst og hafa hingað til kryddað bæjarlífið.
Fyrir frekari upplýsingar um þjónustu við vettvangsskólahópa er bent á vef Háskólaseturs, einnig má hafa samband við Pernillu Rein verkefnastjóra í tölvupósti pernilla(hjá)uwestfjords.is eða í síma 450-3044.
Fyrstur til leiks s.l. sumar var hópur frá Háskólanum í Washington í Seattle í Bandaríkjunum. Var það í annað sinn sem við tókum á móti nemendum frá þeim skóla og er næsta heimsókn á dagskrá sumarið 2014. Þessir nemar leggja stund á námi í hugmyndasögu og var tveggja vikna dvöl á Vestfjörðum liður í þverfaglegu námskeiði, CHID (Comparative History of Ideas) Summer Program þar sem lögð er áhersla á sambandið milli manns og náttúru.
Þeir vettvangsnemendur sem mest fór fyrir var án efa hópurinn frá School for International Training (SIT) í Vermont-fylki í Bandaríkjunum, en SIT hóparnir hafa verið fastagestir Setursins síðan 2007. Dvöldu þeir hér á svæðinu í þrjár vikur og leggja nemarnir stund á námi um endurnýjanlega orkugjafa, Renewable Energy, Technology, and Resource Economics. Nemendurnir vinna hér lítil rannsóknarverkefni og fá þannig tækifæri til að kynnast ýmsum aðilum á svæðinu hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem og einstaklingum og eru nemendahópar SIT því mörgum kunnir.
Sumarið 2012 var bryddað upp á þeirri nýjung að semja við fjölskyldur á svæðinu um að taka nemendur í gistingu í tvær vikur. Tókst þetta í flesta staði mjög vel og voru nemendur sem gestgjafar ánægðir. Vildu margir meina að þetta hafi verið ómetanleg lífsreynsla sem óhætt sé að mæla með.
SIT mun sem fyrr senda hóp til okkar í sumar og eigum við fastlega von á að dvöl þeirra verði jafn fjörleg og skemmtileg og 2012. Stefnt er að sama fyrirkomulagi í sumar og verður auglýst eftir áhugasömum aðilum til að bjóða gistingu er nær dregur. Óhætt er þó nú þegar að hafa samband við verkefnastjóra ef fólk vill gefa kost á sér eða til að fá frekari upplýsingar, sjá upplýsingar hér að neðan. Bendum einnig á frétt sem birtist hér á vef Háskólaseturs þar sem gestgjafar segja frá því hvernig þeir upplifðu það að hýsa erlendan nema: „Lærdómsríkt og skemmtilegt að taka erlendan gest inn á heimilið".
Lauk vettvangsskólavertíðinni sumarið 2012 með dvöl hóps á vegum Íslenskudeildar Háskólans í Manitoba í Kanada, sem heimsótt hefur Háskólasetrið hvert sumar frá því 2007 og því um að ræða sannan fastagest. Í þessu námi er fjallað um íslenska menningu með áherslu á tengslin við náttúru og umhverfi. Dr. Birna Bjarnadóttur forstöðumaður Íslenskudeildarinnara hefur haft veg og vanda af þessu vettvangsnámi, en þar sem hún er í leyfi þennan vetur mun Íslenskudeildin ekki senda hóp aftur fyrr en sumarið 2014.
Útlit er fyrir að sumarið 2013 verður rólegra hvað komur erlendra nemahópa varðar. SIT nemarnir munu þó án efa setja skemmtilegan svip á bæinn og svo má ekki gleyma öllum þeim erlendu nemum sem sitja munu ýmis námskeið í íslensku hér við Setrið sem og á Núpi í Dýrafirði í ágúst og hafa hingað til kryddað bæjarlífið.
Fyrir frekari upplýsingar um þjónustu við vettvangsskólahópa er bent á vef Háskólaseturs, einnig má hafa samband við Pernillu Rein verkefnastjóra í tölvupósti pernilla(hjá)uwestfjords.is eða í síma 450-3044.