fimmtudagur 16. júlí 2009

Koma Evu Braun til Íslands 1939 - opinn fyrirlestur

Mánudaginn 20. júlí nk mun Hörður Geirsson flytja fyrirlestur um komu Evu Braun til Íslands, þ.á.m. til Ísafjarðar, en um þessar mundir eru liðin 70 ár frá komu hennar. Hún tók hér kvikmyndir sem eru með elstu litkvikmyndum teknum hér á landi. Eva ferðaðist hingað með skemmtiferðaskipinu Milwaukee, en á þessu sama skipi voru tvær aðrar konur sem tóku ljósmyndir og mun Hörður einnig gera grein fyrir þeim.

Hörður Geirsson er safnvörður í ljósmyndadeild á Minjasafninu á Akureyri, hann hefur skrifað um flugsögu auk þess að hafa fundið Fairey Battle flugvél frá stríðsárunum eftir 19 ára leit. Einnig hefur hann unnið að mörgum sýningum á Flugsafni Íslands á Akureyri frá stofnun þess. Undanfarin ár hefur hann kennt ljósmyndasögu við Háskólann á Akureyri.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólasetri Vestfjarða og hefst kl. 12.10, allir velkomnir.

Hörður Geirsson
Hörður Geirsson