Koltvísýringur sem eldsneytishráefni
Gestur Vísindaports vikunnar er Dóra Hlín Gísladóttir efnaverkfræðingur en hún heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Koltvísýringur sem eldsneytishráefni". Í fyrirlestrinum, sem byggir á hluta meistararitgerðar hennar, mun Dóra Hlín fjalla um möguleikana á því að hvarfa saman vetnisgas og CO2 og búa þannig til eldsneyti. Hún mun lauslega fara yfir efniafræðina, orkuþorfina og tæknilegar hliðar málsins og taka eitt dæmi þar sem CO2 er hvarfað við vetnisgas með það að markmiði að búa til dísilolíu.
Dóra Hlín vinnur að sérverkefnum í orkumálum hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og er með starfsaðstöðu á Ísafirði í húsakynnum Háskólaseturs ásamt Impru. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í efnaverkfræði frá Kungliga tekniska högskolan í Stokkhólmi síðastliðið haust, en hafði áður lokið B.Sc. gráðu í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands vorið 2004.