þriðjudagur 31. október 2017

Kennslustjóri ráðinn

Alls bárust sautján umsóknir um starf kennslustjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða, þar af ellefu frá Vestfjörðum og sex umsóknir utan Vestfjarða. Umsækjendur voru ellefu konur og sex karlar. Ellefu umsækjendur hafa lokið meistaragráðu. Tíu voru boðaðir í viðtöl sem haldin voru í Reykjavík og á Ísafirði.

Valnefnd hefur ákveðið að ráða Margréti Björk Arnardóttur til starfa. Margrét Björk er náms- og starfsráðgjafi í Árskóla á Sauðárkróki en hefur auk þess starfað sem náms- og starfsráðgjafi við Háskólann á Hólum og Farskólann – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Hún hefur sinnt ýmsu fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi og er verkefnastjóri starfakynningar á Norðurlandi vestra. Við Árskóla heldur hún utan um Olweusaráætlun skólans og situr í áfallaráði og jafnréttisráði skólans. Hún hefur kennslureynslu og víðtæka reynslu af fjarnámi. Margrét Björk er með meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands auk félagsráðgjafamenntunar frá Danmörku. Hún hefur tengsl til Ísafjarðar og stundaði m.a. nám við Menntaskólann hér. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf eftir áramót. 

Kristín Ósk Jónasdóttir sem gengt hefur starfi kennslustjóra undanfarin sex ár lætur af störfum um áramót. Kristín hefur verið ráðin sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sem umsjónarmaður Hornstrandafriðlandsins.


Margrét Björk Arnardóttir nýr kennslustjóri Háskólaseturs Vestfjarða tekur til starfa í janúar komandi.
Margrét Björk Arnardóttir nýr kennslustjóri Háskólaseturs Vestfjarða tekur til starfa í janúar komandi.