miðvikudagur 6. janúar 2010

Kennsla í haf- og strandsvæðastjórnun hafin

Í vikunni hófst á ný kennsla í meistaranámi í haf og strandsvæðastjórnun að loknu jólafríi. Námskeiðið sem nú stendur yfir ber heitið Coastal and Marine Politics and Policy og er kennt af Auði H. Ingólfsdóttur alþjóðastjórnmálafræðingi . Þetta er annað árið sem Auður kennir námskeiðið en hún hefur komið víða við og meðal annars starfað við meistaranámsleið í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands og sem sérfræðingur á Alþjóðaskrifstofu umhverfisráðuneytisins. Auk þess hefur hún starfað fyrir Íslensku friðargæsluna á Sri Lanka og á Balkanskaganum.


Námskeiðið Coastal and Marine Politics and Policy er næstsíðasta kjarnanámskeið meistaranámsins en síðasta kjarnanámskeiðið Coastal and Marine Ecology hefst 25. janúar og að því loknu taka við valnámskeið.