þriðjudagur 13. apríl 2010

Kennsla hefst á ný eftir páskafrí

Ólafur Ögmundarson.
Ólafur Ögmundarson.
Kennarar námskeiðsins eru báðir heimamenn að þessu sinni. Ólafur Ögmundarson starfar hjá Matís á Ísafirði, en hann útskrifaðist með meistaragráðu í umhverfis- og auðindastjórnun frá Háskóla Íslands og fjallaði lokaverkefni hans einmitt um þátttöku almenings í umhverfismati. Einnig kennir á námskeiðinu Gunnar Páll Eydal frá Teiknistofunni Eik, sem er staðsett í sama húsi og Háskólasetrið. Gunnar lauk meistaranámi í auðlindastjórnun frá Simon Fraser University í Kanada og sérhæfir sig meðal annars í skipulagi óbyggða og dreifbýlis.