miðvikudagur 5. janúar 2011

Kennsla hafin í meistaranámi

Á mánudaginn hófst kennsla á ný í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun með síðasta kjarnanámskeiði námsins, Coastal and Marine Ecology. Einnig standa yfir endurtektarpróf fjarnema svo segja má að Háskólasetrið iði af lífi þessa fyrstu daga ársins.

Námskeiðið Coastal and Marine Ecology er kennt af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisfræðingi. Hann starfar sem verkefnastjóri hjá Stofnun Sæmundar fróða en stofnunin er rannsókna- og þjónustustofnun á sviði sjálfbærrar þróunar og þverfræðilegra viðfangsefna við Háskóla Íslands. Jafnframt sinnir Guðmundur kennslu við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson kennir fyrsta námskeið vorannar í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson kennir fyrsta námskeið vorannar í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun.