þriðjudagur 6. desember 2016

Kallað eftir erindum á ráðstefnu um skemmtiferðaskip

Háskólasetur Vestfjarða undirbýr nú áhugaverða ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 undir yfirskriftinni "Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi?" Leitast verður við að varpa ljósi á þróun þessarar ört vaxandi greinar ferðaþjónustunnar hér á landi og miðla um leið af reynslu annarra þjóða með sjálfbærni að leiðarljósi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við ýmsa aðila, s.s. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Vesturferðir.

Ráðstefnunni er ætlað að leiða saman þá sem láta sig málefnið varða, hvort heldur það eru fræðimenn, stofnanir, sveitarstjórnarfulltrúar, ferðaþjónustan eða íbúar. Kallað er eftir erindum á ráðstefnuna og ber að skila ágripum af þeim til Birnu Lárusdóttur, verkefnisstjóra Háskólaseturs Vestfjarða á netfangið birna@uw.is. Miðað er við 20 mínútna erindi og skulu ágripin vera að hámarki 200 orð. Skilafrestur er til 15. janúar 2017. Frekari upplýsingar veitir Birna í sama netfangi eða síma 896-3367.


Ákall um ágrip af erindum á ráðstefnuna
Ákall um ágrip af erindum á ráðstefnuna "Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi*" sem haldin verður á Ísafirði 3.-4. apríl 2017.