miðvikudagur 2. desember 2015

Jólaprófin hafin

Nú eru hafin lokapróf haustannar hjá háskólanemum og fer Háskólasetur Vestfjarða ekki varhluta af því. Prófin hófust þann 30. nóvember síðastliðinn og munu standa til 18. desember. Fjarnemar og staðnemar úr flestum háskólum landsins þreyta próf í Háskólasetrinu en á próftímabilinu verða lögð fyrir vel á þriðja hundrað próf. Þótt flestir nemendur þreyti prófin í húsakynnum Háskólasetursins á Ísafirði eru einnig dágóðir hópar sem taka próf á Hólmavík og Patreksfirði en það samstarf Háskólaseturs og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða gerir nemendum á þessu svæði kleift að taka prófin í heimabyggð.

Starfsfólk Háskólaseturs óskar öllum nemendum velfarnaðar í prófunum og ánægjulegs jólafrís í kjölfarið.


Nemendur liggja yfir bókunum þessa dagana enda jólapróf í fullum gangi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Nemendur liggja yfir bókunum þessa dagana enda jólapróf í fullum gangi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.