fimmtudagur 5. desember 2013

Jólapróf

Nú er prófavertíðin komin á fullt og því ekkert Vísindaport í þessari viku. Þessa dagana sitja námsmenn á Vestfjörðum sveittir yfir prófunum sínum. Er hér bæði um að ræða stóran hóp fjarnema, en rúmlega 80 manns á Vestfjörðum stunda nú fjarnám frá íslenskum háskólum. Að auki bætast svo við dagskólanemendur frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem velja að koma heim til að taka prófin. Í Háskólasetrinu eru því próf alla daga frá 9 á morgnanna og langt fram eftir degi.

Háskólasetrið heldur utan um próftöku hér á Ísafirði og hefur svo gert samning við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um prófayfirsetu bæði á Patreksfirði og á Hólmavík.