Jólakveðjur og opnunartímar
Háskólasetrið óskar öllum nemendum, kennurum, vinum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Móttaka Háskólasetursins verður opin 29. og 30. desember en lokuð föstudaginn 2. janúar. Lesaðstaða verður aðgengileg fyrir þá nemendur sem hafa lyklakort og þurfa á vinnuaðstöðu að halda alla daga.
Síðastu prófum haustannarinnar lauk fyrir skömmu og þar með má segja að önninni hafi formlega lokið. Flestir meistaranemar eru farnir til sinna heimalanda yfir hátíðirnar en kennsla í haf- og strandsvæðastjórnun hefst á ný þann 3. janúar með námskeiði um umhverfisvottanir. Þetta námskeið er reyndar kennt sem lesnámskeið og því má telja líklegt að flestir nemendur drýgi tímann í sínum heimalöndum og komi ekki aftur á Ísafjörð fyrr en um miðjan janúar.
Síðastu prófum haustannarinnar lauk fyrir skömmu og þar með má segja að önninni hafi formlega lokið. Flestir meistaranemar eru farnir til sinna heimalanda yfir hátíðirnar en kennsla í haf- og strandsvæðastjórnun hefst á ný þann 3. janúar með námskeiði um umhverfisvottanir. Þetta námskeið er reyndar kennt sem lesnámskeið og því má telja líklegt að flestir nemendur drýgi tímann í sínum heimalöndum og komi ekki aftur á Ísafjörð fyrr en um miðjan janúar.
Bestu jóla og nýaárskveðjur,
Starfsfólk Háskólaseturs.