miðvikudagur 22. desember 2010

Jóla- og áramótakveðja

Þessa dagana þreyta síðustu fjarnemarnir próf, meistaranemendur eru flestir farnir í frí og í Háskólasetrinu er búið að tendra fjórða kertið í aðventukransinum hennar Línu í móttökunni.

Alþingi Íslendinga samþykkti fyrir helgi breytt fjárlög, sem milda mjög niðurskurðinn til Háskólaseturs Vestfjarða. Upphaflega átti niðurskurðurinn að nema 30%, þá 16% og nú síðast 5,6%. Starfsmenn, stjórn og nemendur Háskólasetursins eru fegnir að skerðingin skuli vera sambærileg og hjá öðrum stofnunum í samstarfsneti íslenskra stofnana á háskólastigi. Samt þýðir þetta að spara þarf 5-6 milljónir í rekstrinum, sem verður erfitt. Um leið og við vitum að árið 2011 verður mjög erfitt ár, bíða okkar spennandi verkefni á árinu sem gefa tilefni til að horfa með bjartsýni til lengri framtíðar.

Starfsmenn Háskólaseturs Vestfjarða óska öllum nemendum, kennurum, fyrrverandi kollegum og nemendum, sem og öllum velunnurum og stuðningsmönnum sínum gleðilegarar hátíð og gæfuríks komandi árs.

Ísafjörður í vetrarbúningi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Ísafjörður í vetrarbúningi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.