miðvikudagur 15. október 2014

Ísrael og Gyðingarnir - Þjóð á krossgötum

Föstudaginn 17. október mun Schimon Grossmann, nemandi við Háskólasetur Vestfjarða, koma í Vísindaport og fjalla um ástandið í Ísrael. Hann mun sýna myndir og stutt myndbrot ásamt því að leitast við að svara spurningum á borð við:

• Hvaðan koma Gyðingarnir?
• Hver er munurinn á Kristnum og Gyðingum?
• Hvernig er að alast upp í Ísrael?
• Hver er orsök átakanna á Gaza?
• Hvernig er ísraelska hagkerfið?
• Er fréttafluttningur með Ísraelsmönnum eða Aröbum?

Schimon Grossmann er fæddur og uppalin í Tel Aviv. Hann stundar nú nám í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Vísindaportið sem er öllum opið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindið verður flutt á ensku.