Íslenskunemar útskrifast á morgun
Á morgun, föstudaginn 22. ágúst, er lokadagur þriggja vikna íslenskunámskeiðs sem hefur staðið yfir við Háskólasetur Vestfjarða í ágúst. Af því tilefni efnir Háskólasetrið til útskriftar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á milli klukkan 16 og 18 og býður alla bæjarbúa og aðra velkomna til að samfagna með námsmönnunum og þiggja léttar veitingar. Auk hefðbundinnar afhendingar prófskírteina munu nemendurnir flytja skemmtiatriði sem þeir hafa æft að krafti síðustu daga. Ef veður leyfir munu þeir auk þess syngja fyrir bæjarbúa á Silfurtorgi klukkan 15.30 og bjóða upp á smærri skemmtiatriði víða um bæinn.
Námskeiðið hefur bæði farið fram á Ísafirði og á Núpi í Dýrafirði, en þátttakendur hafa einnig farið í ferðir og heimsóknir vítt og breitt um Vestfirði. Flestir þátttakendur á námskeiðinu eru Erasmus og Nordplus skiptinemar og er námskeiðið haldið í náinni samvinnu við Alþjóðaskrifstofu Háskólastigsins.
Námskeiðið hefur bæði farið fram á Ísafirði og á Núpi í Dýrafirði, en þátttakendur hafa einnig farið í ferðir og heimsóknir vítt og breitt um Vestfirði. Flestir þátttakendur á námskeiðinu eru Erasmus og Nordplus skiptinemar og er námskeiðið haldið í náinni samvinnu við Alþjóðaskrifstofu Háskólastigsins.