Íslenskunámskeið vekur athygli
Eins og fram hefur komið hér á vefsíðunni stendur nú yfir þriggja vikna námskeið í íslensku við Háskólasetrur Vestfjarða. Yfir hundrað nemendur stunda íslenskunámið af kappi og eru flestir þeirra Erasmus og Nordplus styrkþegar sem munu hefja nám við ýmsa háskóla á Íslandi í haust.
Námskeiðið hefur víða vakið athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í Fréttablaðinu og á vefsíðu Bæjarins besta.Á mánudaginn var sló þáttarstjórnandi Samfélagsins í nærmynd einnig á þráðinn hingað vestur og ræddi við Heiðrúnu Tryggvadóttur verkefnastjórna námskeiðsins. Viðtalið er aðgengilegt á vef Ríkisútvarpsins og hægt er að hlusta á það tvær vikur aftur í tímann.
Námskeiðið hefur víða vakið athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í Fréttablaðinu og á vefsíðu Bæjarins besta.Á mánudaginn var sló þáttarstjórnandi Samfélagsins í nærmynd einnig á þráðinn hingað vestur og ræddi við Heiðrúnu Tryggvadóttur verkefnastjórna námskeiðsins. Viðtalið er aðgengilegt á vef Ríkisútvarpsins og hægt er að hlusta á það tvær vikur aftur í tímann.