föstudagur 30. september 2011

Íslenskunámskeið í janúar 2012

Háskólasetrið mun standa fyrir námskeiði í íslensku fyrir byrjendur dagana 3.- 8. janúar 2012. Námskeiðið er hugsað sérstaklega fyrir þá sem eru að koma til landsins til að dvelja hér á landi við nám á vormisseri en er opið öllum sem hafa áhuga á að læra íslensku og tilvalið fyrir þá sem vilja læra mikið á stuttum tíma.

Opið er fyrir skráningu og eru upplýsingar um námskeiðið ásamt rafrænu skráningareyðublaði aðgengilegar á vefsíðu námskeiðsins. Athugið að allar upplýsingar eru á ensku. Einnig er velkomið að hafa samband við Pernillu Rein, verkefnastjóra pernilla(hjá)uwestfjords.is